Kjarasamningar Eflingar verða lausir eftir áramótin. Kjarasamningar eru mikilvægasta tækifæri félagsfólks til að berjast fyrir eigin kjörum.
Eflingarfélagar hafa sýnt íslensku samfélagi að þeir leiða sjálfir sína kjarabaráttu. Sá árangur sem félagið hefur náð byggir á því. Til þess að félagið geti haldið áfram á þessari braut þurfa enn fleiri Eflingarfélagar að koma til liðs við baráttuna. Þú getur orðið einn af þeim!
Allir Eflingarfélagar eru hvattir til að tilnefna sig í samninganefnd! Það er auðvelt að gera í gegnum eyðublaðið hér fyrir neðan. Frestur er til klukkan 12 á hádegi föstudaginn 1. september.
Skipun samninganefndar verður borin upp til samþykktar á fundi trúnaðarráðs þann 7. september næstkomandi. Störf nefndarinnar hefjast strax í haust.
Þau sem tilnefndu sig í kjölfar auglýsingar í júní á þessu ári þurfa ekki að gera það aftur.
Fjallað er um störf samninganefndar í lögum Eflingar og almennt er fjallað um vinnudeilur og kjaraviðræður í lögum nr. 80 frá 1938.