Hvernig getum við réttlætt þetta?

27. 09, 2023

Efling – stéttarfélag hóf í september birtingar á auglýsingum undir yfirskriftinni „Hvernig getum við réttlætt þetta?“ sem sýna sláandi raunveruleika verkafólks á Íslandi.

Tölurnar í auglýsingunum eru úr umfangsmikilli spurningakönnun sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins lagði fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB í febrúar fyrr á þessu ári.

Samkvæmt könnuninni er Eflingarfólk í sérstaklega erfiðri stöðu hvað snertir afkomu, húsnæðiskostnað, fjárhagsþrengingar, álag og heilsufar og réttindabrot á vinnumarkaði. Lesa má niðurstöður könnunarinnar um stöðu Eflingarfólks í heild sinni HÉR.

Þau sem skapa verðmætin eiga betra skilið. Berjumst saman fyrir bættum kjörum verkafólks.

Húsnæðisbyrði verkafólks

  • Húsnæðiskostnaður Eflingarfólks tekur meira en helming af öllum ráðstöfunartekjum þeirra.
  • Sívaxandi hópur Eflingarfólks festist á leigumarkaði.
  • Einungis rúmur þriðjungur Eflingarfólks kemst í eigið húsnæði.
  • Kreppan á húsnæðismarkaðnum bitnar með mestum þunga á Eflingarfólki.

Heimild: Könnun Vörðu 2023

Fjárhagur og afkoma

  • Um 60% Eflingarfólks á erfitt með að ná endum saman.
  • Eflingarfólk býr við verstu afkomuna á vinnumarkaðnum.
  • Erfiðleikar heimila verkafólks hefur hríðversnað.

Heimild: Könnun Vörðu 2023

Staða Eflingarkvenna

  • Um 63% Eflingarkvenna á erfitt með að ná endum saman.
  • Meira en helmingur Eflingarkvenna er að sligast undan húsnæðiskostnaði.
  • Um 55% Eflingarkvenna getur ekki mætt óvæntum 80.000 kr útgjöldum.

Heimild: Könnun Vörðu 2023

Hvernig getum við réttlætt þetta?

22. 09, 2023

Eflingarfólk er í sérstaklega erfiðri stöðu hvað snertir afkomu, húsnæðiskostnað, fjárhagsþrengingar, álag og heilsufar og réttindabrot á vinnumarkaði. Þetta sýndi könnun Vörðu vorið 2023 meðal félagsfólks ASÍ og BSRB. Lesa má niðurstöður könnunarinnar HÉR.

Þau sem skapa verðmætin eiga betra skilið. Berjumst saman fyrir bættum kjörum verkafólks.

Húsnæðisbyrði verkafólks

  • Húsnæðiskostnaður Eflingarfólks tekur meira en helming af öllum ráðstöfunartekjum þeirra.
  • Sívaxandi hópur Eflingarfólks festist á leigumarkaði.
  • Einungis rúmur þriðjungur Eflingarfólks kemst í eigið húsnæði.
  • Kreppan á húsnæðismarkaðnum bitnar með mestum þunga á Eflingarfólki.

Heimild: Könnun Vörðu 2023

Fjárhagur og afkoma

  • Um 60% Eflingarfólks á erfitt með að ná endum saman.
  • Eflingarfólk býr við verstu afkomuna á vinnumarkaðnum.
  • Erfiðleikar heimila verkafólks hefur hríðversnað.

Heimild: Könnun Vörðu 2023

Heimild: Könnun Vörðu 2023

Staða Eflingarkvenna

  • Um 63% Eflingarkvenna á erfitt með að ná endum saman.
  • Meira en helmingur Eflingarkvenna er að sligast undan húsnæðiskostnaði.
  • Um 55% Eflingarkvenna getur ekki mætt óvæntum 80.000 kr útgjöldum.

Heimild: Könnun Vörðu 2023