Hvernig getum við réttlætt þetta?

27. 09, 2023

Efling – stéttarfélag hóf í september birtingar á auglýsingum undir yfirskriftinni „Hvernig getum við réttlætt þetta?“ sem sýna sláandi raunveruleika verkafólks á Íslandi.

Tölurnar í auglýsingunum eru úr umfangsmikilli spurningakönnun sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins lagði fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB í febrúar fyrr á þessu ári.

Samkvæmt könnuninni er Eflingarfólk í sérstaklega erfiðri stöðu hvað snertir afkomu, húsnæðiskostnað, fjárhagsþrengingar, álag og heilsufar og réttindabrot á vinnumarkaði. Lesa má niðurstöður könnunarinnar um stöðu Eflingarfólks í heild sinni HÉR.

Þau sem skapa verðmætin eiga betra skilið. Berjumst saman fyrir bættum kjörum verkafólks.

Húsnæðisbyrði verkafólks

  • Húsnæðiskostnaður Eflingarfólks tekur meira en helming af öllum ráðstöfunartekjum þeirra.
  • Sívaxandi hópur Eflingarfólks festist á leigumarkaði.
  • Einungis rúmur þriðjungur Eflingarfólks kemst í eigið húsnæði.
  • Kreppan á húsnæðismarkaðnum bitnar með mestum þunga á Eflingarfólki.

Heimild: Könnun Vörðu 2023

Fjárhagur og afkoma

  • Um 60% Eflingarfólks á erfitt með að ná endum saman.
  • Eflingarfólk býr við verstu afkomuna á vinnumarkaðnum.
  • Erfiðleikar heimila verkafólks hefur hríðversnað.

Heimild: Könnun Vörðu 2023

Staða Eflingarkvenna

  • Um 63% Eflingarkvenna á erfitt með að ná endum saman.
  • Meira en helmingur Eflingarkvenna er að sligast undan húsnæðiskostnaði.
  • Um 55% Eflingarkvenna getur ekki mætt óvæntum 80.000 kr útgjöldum.

Heimild: Könnun Vörðu 2023