Kjarasamningur við Faxaflóahafnir samþykktur með öllum greiddum atkvæðum

25. 09, 2023

Efling stéttarfélag og Faxaflóahafnir sf. hafa gert með sér samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi aðilanna. Framlengingin á kjarasamningi Eflingar við Faxaflóahafnir var undirritaður 20. september. Kjarasamningurinn var svo samþykktur af félagsfólki Eflingar fimmtudaginn 21. september með öllum greiddum atkvæðum. Kjarasamningar aðila framlengist til og með 30. apríl 2024 með hækkunum á launum og launatöxtum auk annarra breytinga.

Hér fyrir neðan má skoða samninginn: