Allar upplýsingar fyrir launagreiðendur

19. 10, 2023

Frá og með 1. janúar 2024 mun Efling stéttarfélag sjá um móttöku á skilagreinum og innheimtu á félagsgjöldum fyrir félagsfólk Eflingar. Gildi lífeyrissjóður hefur áður séð um það en Efling tekur nú við því verkefni ásamt því að móttaka gjöld í sjúkra-, orlofs-, og fræðslusjóði. Undirbúningur breytinga á móttöku gjaldanna er þegar hafinn og mun Efling miða að því að gera yfirfærsluna eins hnökralausa og kostur er fyrir launagreiðendur.

Á vefsíðu Eflingar má nú finna allar helstu upplýsingar um greiðslur gjalda og fleiri hagnýtar upplýsingar fyrir launagreiðendur á einum stað. Á síðunni Fyrir launagreiðendur má nálgast upplýsingar um iðgjöld eftir kjarasamningum, allt um hvernig skuli skila inn skilagreinum, launareiknivél þar sem hægt er að reikna út hvort laun séu rétt reiknuð og fleira. Efling mun bæta inn fleiri mikilvægum upplýsingum til launagreiðenda þar inn eftir sem líður.

Upplýsingasíðan mun án efa vera til hagsbóta fyrir launagreiðendur félagfólks Eflingar sem geta þá nálgast allar upplýsingar um greiðslur gjalda á greiðan máta sem skilar sér einnig í hag félagsfólks.