Þjónusta skrifstofu Eflingar í kvennaverkfalli 24. október

19. 10, 2023

Vegna kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október má búast við skertri þjónustu á skrifstofu Eflingar. Félagsfólk er hvatt til að nýta sér rafrænar lausnir stéttarfélagsins þennan dag eða leita til skrifstofunnar á öðrum tímum.

Á vefsíðu Eflingar má nálgast allar helstu upplýsingar og á Mínum síðum er hægt að sækja um alla styrki ásamt því að senda inn erindi vegna kjarasamningsbundinna málefna [Sjá hér].

Nánari upplýsingar um verkfallið og samstöðufundinn má sjá á vefnum kvennaverkfall.is og hjá Alþýðusambandi Íslands.

Starfsfólk Eflingar þakkar skilninginn.