Sólveig Anna vonar að baráttuandinn skili sér inn í veturinn

25. 10, 2023

Mynd: Vilhelm á Vísi

Í viðtali við Fréttir RÚV í gær eftir baráttufund kvenna segist Sólveig Anna vona að baráttuandinn sem náðist með deginum endist og skili sér inn í kjaraviðræður vetrarins.

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir himinn og haf á milli kvenna á vinnumarkaðnum. Margar konur hafi ekki séð sér fært að fara í kvennaverkfall og mæta á baráttufundinn vegna þess að yfirmenn þeirra veittu þeim ekki launað leyfi til þess að mæta á pólitískan baráttufund. Þetta þekkir Sólveig úr starfi sínu hjá Eflingu. Kjarasamningsbundin réttindi þessara kvenna eru gjarnan brotin og Efling þurfi að standa í stappi til þess að fá leyfi fyrir þær til að einfaldlega mæta á trúnaðarmannanámskeið.

Sólveig vonast til þess að sú samstaða sem myndaðist í dag eigi eftir að skila sér í komandi kjaraviðræðum. Staða verkakvenna á landinu sé skelfileg.