Hvað er til ráða fyrir leigjendur? –  Leigjendakvöld Eflingar 17. okt

Efling stéttarfélag býður á fræðslukvöld þar sem fjallað verður um íslenskan leigumarkað. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, kynnir staðreyndir um íslenskan leigumarkað og ber saman við nágrannalöndin. Hann mun líka fjalla um helstu kröfur og baráttu leigjendasamtakanna. Jafnframt verður starfsemi og þjónusta Leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna kynnt, helstu málaflokkar sem berast þeim og möguleg úrræði.

Fræðslukvöldið fer fram 17. október kl. 19 í félagsheimili Eflingar að Guðrúnartúni 1 og er ókeypis.

Smelltu hér fyrir meiri upplýsingar og skráningu: