Frábær mæting á jólaball Eflingar

18. 12, 2023

Jólagleðin réði ríkjum á hinu árlega jólaballi Eflingar stéttarfélags sem fór fram með pompi og prakt um helgina. Jólaballið var haldið í glæsilegum sal í Gullhömrum í Grafarholti á laugardaginn. Fullt var út úr dyrum en 450 manns á öllum aldri komu og áttu góða stund saman.

Jólasveinarnir komu og skemmtu mannsskapnum með sprelli og sungu jólalög. Hljómsveit hélt uppi fjörinu og að sjálfsögðu var dansað í kringum jólatréð að hátíðarsið. Að loknum dansi nutu ballgestir veitinga og yngri kynslóðin var liðtæk í að smakka á jólanamminu.

Efling þakkar félagsfólki fyrir frábæran dag.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af jólaballinu:

Jólasveinarnir komnir niður úr fjöllunum

Jólalegar litlar vinkonur

Kíkt á jólasveinana

Fínir jólaálfar

Jólasveinar að jólasveinast

Jólalögin sungin

Gaman saman

Snúningur tekinn á dansgólfinu

Bráðum koma blessuð jólin

Jólagleði