Mínar síður liggja niðri milli jóla og nýárs vegna uppfærslu

Vegna uppfærslu á vef Eflingar munu Mínar síður liggja niðri á milli jóla og nýárs. Ástæðan er sú að Efling er í samvinnu við önnur stéttarfélög að innleiða nýtt félaga kerfi sem heitir Total og nauðsynlegt er að loka fyrir mínar síður á meðan unnið verður að því að færa virkni og gögn yfir í nýtt kerfi.

Eftir þessa uppfærslu mun þjónustuvefur Eflingar verða mun notendavænni fyrir félagsfólk með hraðari og aðgengilegri rafrænni þjónustu á Mínum síðum. Það mun skila sér meðal annars í hraðari vinnslu á umsóknum og aðgengilegri bókun á orlofshúsum, auk þess sem Mínar síður verða aðgengilegar á fleiri tungumálum (t.d. spænsku og rúmensku) en áður.

Um leið og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda hlökkum til að kynna félagsfólki okkar fyrir nýjum og bættum Mínum síðum á nýju ári.

Eftir sem áður er hægt að hafa samband við Eflingu í gegnum tölvupóst (efling@efling.is) eða síma (s. 510 7500) á venjulegum opnunartíma á milli jóla og nýárs.