Efling stéttarfélag er nú að innleiða nýtt og betra félagakerfi og Mínar síður. Innleiðingin er lykilþáttur í vegferð Eflingar um betri þjónustu við félagsfólk á þeim tíma og miðli sem hentar hverjum og einum.
Nýjar Mínar síður eru notendavænar og aðgengilegar með öllum helstu þjónustuþáttum Eflingar, þar með talið bætt aðgengi að bókun orlofshúsa, umsóknum um styrki og ráðgjöf vegna kjarasamningstengdra málefna á átta tungumálum.
Notkunarleiðbeiningar fyrir nýjar Mínar síður má sjá hér fyrir neðan.
Nýtt félagakerfi mun hraða á afgreiðslu- og svartíma vegna erinda sem berast Eflingu sem skilar sér í betri þjónustu við félagsfólk.
Starfsfólk Eflingar hefur unnið að því að yfirfærslan hafi sem minnst áhrif á félagsfólk, en við eins stórar breytingar og um ræðir er viðbúið að afgreiðslutími og hraði gæti lengst fyrstu vikurnar. Til að mynda hafa eldri Mínar síður verið lokaðar á milli jóla og nýárs. Af því leiðir að afgreiðslutími umsókna fyrir styrki og dagpeninga gæti lengst fyrstu dagana í janúar.
Starfsfólk Eflingar þakkar biðlundina og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Félagsfólk er hvatt til að skoða og uppfæra upplýsingar sem koma fram á nýjum Mínum síðum eftir áramót.
Eftir sem áður er hægt að hafa samband við Eflingu í gegnum tölvupóst (efling@efling.is) eða síma (s. 510 7500) á venjulegum opnunartíma.