Bætt rafræn þjónusta auðveldar ferli umsókna og styrkja  

Í janúar kláraði Efling að greiða út síðustu styrki ársins 2023. Árið 2023 voru greiddir 9.022 sjúkrastyrkir til 6.892 einstaklinga og 5.043 fræðslustyrkir til 4.649 einstaklinga.  

Styrkirnir voru allt frá líkamsræktarstyrkjum, gleraugnastyrkjum og upp í stóra fræðslustyrki. Þróun hefur orðið á verkferlum hjá þjónustusviði Eflingar og ný viðmið og mælikvarðar verið teknir upp. Með nýju félagakerfi og Mínum síðum hefur umsóknarferli um styrki og orlofshús einnig verið aðlagað og einfaldað svo ferlið verður hraðara og skilvirkara. Betri rafræn þjónusta hefur óneitanlega gert félagsfólki auðveldara fyrir að sækja þjónustu til Eflingar síðustu ár enda hefur félagsfólk tekið vel í rafrænar þjónustuleiðir og nýtt sér þær vel. Með þessu hefur tekist að bæta þjónustuna við félagsfólk með tímasparnaði og hraðari vinnslu umsókna og erinda. Efling mun kappkosta við að halda þeirri þróun áfram.   

Hér fyrir neðan má sjá fjöldi útgreiddra styrkja fyrir árið 2023.  

Starfsmenntastyrkir 
4.649 félagsmenn  
423.884.273 kr  
91.000 kr meðalstyrkur  
StyrkirFjöldi umsækjenda Greitt í kr 
Starfsafl3.053277.061.351  
Sveitarfélag 83980.759.533  
Kóparvogur/Seltjarnarnes433.525.296 
Reykjavík9662.702.793
SjúkrasjóðirFjöldi umsækjendaGreitt í kr 
Styrkir alls6892240.773.615
Sjúkradagpeningar20811.287.082.159 
Endurhæfing (sjúkraþjálfun)1.09319.901.406 
Gleraugnastyrkur1.63637.839.334 
Krabbameinsskoðun5998.442.664 
Heilsuræktarstyrkur3.89671.044.557 
Heilsustofnun1319.263.532
Dánarbætur10119.263.532 
Tæknifrjóvgun768.497.520 
Heyrnartæki383.372.056 
Laser augnaðgerð483.958.018 
Sálfræðitímar97345.163.618 

(Tölur birtar með fyrirvara)