Opnað hefur verið fyrir vefskil skilagreina

Efling stéttarfélag hefur frá 1.janúar 2024, hafið móttöku á skilagreinum og innheimtu félagsgjalda fyrir félagsfólk Eflingar ásamt gjöldum í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði. Verkefnið var áður í höndum Gildis lífeyrissjóðs.

Vakin er athygli á nokkrum atriðum:

– Breytingin tekur gildi frá og með 1.janúar 2024.

– Áfram þarf að skila inn lífeyrissjóðsgjöldum og gjöldum í VIRK endurhæfingarsjóð til Gildis lífeyrissjóðs.

– Sendir verða greiðsluseðlar á heimabanka launagreiðenda þegar skilagreinar hafa verið sendar inn og þær samþykktar.

– Það þarf ekki að skrá fyrirtæki áður en skilagrein er send inn.

– Gjalddagi er 15.hvers mánaðar og eindagi er síðasti virki dagur hvers mánaðar.

– Engar breytingar verða á hlutfalli félags- og iðgjalda.

Fyrir frekari upplýsingar sendið fyrirspurnir á netfangið skilagrein@efling.is.