Innleiðing á nýjum Mínum síðum og félagakerfi stendur enn yfir svo töf verður á greiðslum styrkja. Yfirfærsla á gögnum frá gamla kerfinu yfir í hið nýja er umfangsmikil svo hún tekur óhjákvæmilega tíma.
Verið er að vinna að því að hraða yfirfærslunni eins og kostur er en vonast er til þess að þjónustan verði komin í eðlilegt horf seinni part vikunnar. Frekari upplýsingar um stöðu innleiðingarinnar verða birtar hér á vef Eflingar.
Starfsfólk Eflingar þakkar biðlundina og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.