Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna byrjar í dag

12. 02, 2024

Kosning um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands (SSÍ) fyrir hönd aðildarfélaga, þar á meðal Eflingar stéttarfélags og SFS sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn hefst kl. 12:00 í dag og lýkur kl. 15:00 þann 16. febrúar 2024.

Sjómenn geta greitt atkvæði um samninginn hér fyrir neðan. Kynningu á helstu atriðum samningsins og þeim breytingum sem gerðar voru má sjá HÉR.

Samninginn í heild sinni má nálgast HÉR.

Athugið að hver einstaklingur á kjörskrá getur aðeins kosið einu sinni og því ekki hægt að skipta um skoðun eftir að hefur verið kosið. Því er mikilvægt að sjómenn kynni sér samninginn vel áður en þeir taka afstöðu til hans og kjósa.