Skilaboð frá formanni um verkfallsaðgerðir (myndband)

Í gærkvöldi, 28. febrúar, ákvað samninganefnd Eflingar að boða til verkfallsaðgerða hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Verkfallskosning verður auglýst á morgun 1. mars og hefst mánudaginn 4. mars klukkan 16:00.

Í myndbandinu hér að neðan fer Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar yfir næstu skref væntanlegra verkfallsaðgerða. Félagsfólk er hvatt til að fylgjast vel með fréttum á vef Eflingar og ganga úr skugga um að allar upplýsingar um það séu réttar á Mínum síðum, sérstaklega bankaupplýsingar. Eins og venja er þegar félagsfólk Eflingar fer í verkföll ver vinnudeilusjóður félagsfólk gegn launatapi. Þess vegna er mikilvægt að skráðar séu réttar bankaupplýsingar hjá félaginu.

Sólveig segist vilja að félagsfólk viti að samninganefnd Eflingar styður þau í baráttunni fyrir bættum kjörum. Hún minnti líka á að félagar Eflingar í aðildarfélögum Breiðfylkingarinnar um allt land styðja líka baráttu þeirra og Eflingar fyrir betri samningi fyrir fólk sem starfar í ræstingageiranum.

Sólveig Anna segir að á næstu dögum gætu SA (Samtök atvinnulífsins), sem samninganefnd Eflingar semur við, komið með tilboð sem nefndinni lítist nægilega vel á til að samþykkja, sem gæti leitt til þess að verkfallsaðgerðir verði afturkallaðar. Því er mjög mikilvægt að félagsfólk sem starfar í ræstingageiranum haldi sér upplýstu um hvað sé að gerast.

Efling mun senda upplýsingar um stöðu samningaviðræðna í tölvupósti og birta fréttir og uppfærslur á vefsíðu Eflingar og Facebook-síðu.