Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar 

Kjörstjórn Eflingar – stéttarfélags auglýsir hér með almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar sem mun ná til allra starfa á öllum starfsstöðvum á félagssvæði Eflingar – stéttarfélags sem unnin eru samkvæmt ákvæðum kafla 22 um vinnu við ræstingarstörf í aðalkjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags sem gilti frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 með framlengingu til 31. janúar 2024 skv. miðlunartillögu ríkissáttasemjara dags. 1. mars 2023. 

Atkvæði greiða eingöngu þeir félagsmenn sem boðunin tekur til, sbr. framangreint. Vinnustöðvunin er ótímabundin og hefst klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 18. mars 2024. 

Atkvæðagreiðsla hefst klukkan 16:00 mánudaginn 4. mars 2024. Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 15:00 föstudaginn 8. mars 2024.  

Boðun var samþykkt á fundi samninganefndar Eflingar þann 28. febrúar sl. Texti hennar í heild sinni er hér.  

Tengill til að fá aðgang að rafrænni atkvæðagreiðslu er hér fyrir neðan (virkjast kl. 16:00 þann 4. mars 2024). 

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá ræstingafólki (efling.is) 

Allir félagsmenn á kjörskrá sem eru með skráð netfang hjá félaginu fá tengilinn jafnframt sendan í tölvupósti. Til að greiða atkvæði þarf rafræn skilríki. 

Félagsmenn sem eru ekki á kjörskrá en telja sig hafa atkvæðisrétt skulu senda erindi til kjörstjórnar og óska þess að vera bætt á kjörskrá. Erindi skal fylgja launaseðill eða ráðningarsamningur. Farið er með erindið og fylgigögn í trúnaði og skal það sent á netfangið felagsmal@efling.is. Félagsmenn sem ekki geta nýtt sér rafræna atkvæðagreiðslu geta kosið utan kjörfundar með pappírsatkvæði á skrifstofu félagsins, á opnunartíma hennar, og skulu hafa gild skilríki meðferðis. Atkvæðagreiðsla utankjörfundar er bundin opnunartíma skrifstofu innan þeirra marka sem rafræn atkvæðagreiðsla fer fram.