Ráðstöfunartekjur einstæðra foreldra aukast um allt að 76.000 krónur

11. 03, 2024

Ráðstöfunartekjur einstæðra foreldra með tvö börn og búandi á leigumarkaði munu aukast um 68 til 76 þúsund krónur á mánuði. Það er ígildi launahækkanna upp á 104 til 107 þúsund krónur á mánuði. Þessar kjarabætur felast í nýjum kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins.

Stefán Ólafsson, prófessor emerítus og sérfræðingur hjá Eflingu, hefur reiknað út ávinning einstæðra foreldra af nýjum kjarasamningi og er hann eins og greint er frá hér að ofan og sjá má á meðfylgjandi grafi. Í útreikningum Stefáns kemur fram að hlutfallsleg hækkun ráðstöfunartekna er mest í lægsta tekjuhópnum, þar sem hún er 20 prósent, en minni í þeim hæsta, þar sem hún er um 10 prósent.

Mestur hluti kjarabótanna kemur frá velferðarkerfinu svo sem sjá má á grafinu. Þá eru ótaldar kjarabætu sem munu fylgja lækkun verðbólgu en með henni verður kaupmáttaraukning umsamninna launahækkunna meiri. Þá geta þær kjarabætur sem felast í lækkun vaxta samhliða lækkandi verðbólgu einnig orðið verulega miklar.