Myndir frá eldriborgara kaffi Eflingar

31. 05, 2024

Efling stéttarfélag bauð Eflingarfélögum, 70 ára og eldri í kaffiboð og dansleik síðasta sunnudag, 26. maí. Viðburðurinn fór fram í glæsilegum veislusal Gullhamra í Grafarholti. Gestum var boðið upp á kaffi og veitingar og að kaffisetu lokinni spilaði hljómsveit hússins fyrir dansi.

Efling þakkar Eflingarfélögum fyrir frábæran dag.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá viðburðinum:

Myndir teknar af Heiðu Helgadóttur á eldriborgara kaffi Eflingar 26. maí: