Myndir frá kröfugöngu og fjölskylduhátíð Eflingar 1. maí

30. 05, 2024

Efling stéttarfélag stóð fyrir fjölskylduhátíð fyrir félagsfólk í Kolaportinu á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí eftir kröfugöngu og dagskrá á Ingólfstorgi. Það viðraði vel og var kröfugangan vel sótt. Gengið var frá Hallgrímskirkju og niður á Ingólfstorg þar sem við tóku ræðuhöld og önnur atriði.

Fjölmennt var á fjölskylduhátíð Eflingar sem hófst kl 15:00 um daginn í Kolaportinu. Ungir sem aldnir áttu glaðan dag saman og nutu skemmtiatriða og veitinga. Lúðrasveit kom og hélt uppi fjörinu. Þá brá sirkus á leik og börn gátu fengið andlitsmálningu og blöðrulistaverk hjá blöðrulistamanni. Pulsuvagn, hamborgaravagn og ísvagn voru á staðnum auk þess sem boðið var upp á kaffi, kökur, kandífloss, popp og gos.

Efling þakkar félagsfólki fyrir frábæran dag.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá deginum.

Myndir sem Birgir Ísleifur Gunnarsson tók af kröfugöngunni á 1. maí 2024:

Myndir sem Heiða Helgadóttir tók af fjölskylduskemmtun Eflingar í Kolaportinu 1. maí 2024: