Orlofsíbúðir Eflingar á Akureyri komnar með lyklabox

29. 05, 2024

Nú er lyklaafhending fyrir orlofshús Eflingar á Akureyri ekki lengur á vegum Securitas og sett hafa verið lyklabox við öll húsin. Með lyklaboxunum verður aðkoma að lyklunum mun þægilegri fyrir félagsfólk. Allir sem nú þegar hafa leigt orlofshús á Akureyri hafa fengið send skilaboð um breytinguna.

Númer lyklaboxa má finna á leigusamningum sem leigutakar fá við leigu húsa.