Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasaming Eflingar stéttarfélags við Reykjavíkurborg hefst næstkomandi miðvikudag, 26. júní, og stendur til klukkan 10:00 að morgni föstudagsins 5. júlí.
Efling undirritaði nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg síðastliðinn föstudag. Góður árangur náðist við samningaborðið að mati samninganefndar Eflingar. Samningarnir verða nú settir í hendur félagsfólks til samþykktar eða synjunar.
Sem fyrr segir verður haldinn kynningarfundur á efni samningsins í Félagsheimili Eflingar, 4. hæð í Guðrúnartúni 1, á miðvikudaginn kemur klukkan 17:00. Húsið opnar 16:30. Er allt félagsfólk sem starfar undir samningnum hvatt til að koma á fundinn, kynna sér samninginn og nýta svo atkvæðisrétt sinn.
Atkvæðagreiðsla félagsfólks hefst klukkan 17:00 á miðvikudaginn og fer fram á Mínum síðum Eflingar. Athygli er vakin á að til að kjósa þarf rafræn skilríki. Beinn tengill á atkvæðagreiðsluna mun birtast hér þegar hún verður virk.