Nýtt námskeið á leikskólaliðabrú hefst í næstu viku

Kennsla á leikskólaliðabrú hefst 21. ágúst næstkomandi hjá Mími og eru Eflingarfélagar sem starfa á leikskólum og vilja efla sig í starfi eindregið hvattir til að sækja um. Nemendur sem ljúka náminu útskrifast sem leikskólaliðar. 

Leikskólaliðabrú er ætluð þeim sem hafa þriggja ára starfsreynslu að lágmarki og hafa sótt á bilinu 140 til 170 stunda starfstengd námskeið. Framhaldsskólaeiningar eru metnar séu áfangarnir sem að baki þeim standa hinir sömu eða sambærilegir og þeir sem kenndir eru í leikskólaliðabrúnni. Þá er námið einingabært sem framhaldsskólanám, 61 framhaldsskólaeining sem kennd er á fjórum önnum. Námið hefst 21. ágúst næstkomandi. Frekari upplýsingar má finna hér.

Starfsmenntasjóðir Eflingar greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir þá félaga sem starfa hjá opinberum launagreiðendum. Sótt er um námið í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spurningum um umsóknarferlið.