26. ágú Kl — 00:00

Leikskólaliðabrú

— Atburður liðinn — 26. ágú 2023

Kennslutímabil: 26. ágúst til 16. desember 2023

Leikskólaliðabrú er ætluð þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Námið er einingabært og kennt er samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Að námi loknu útskrifast nemendur sem leikskólaliðar.

Námið veitir þekkingu og færni til að starfa með börnum í námi og leik. Áhersla er lögð á uppeldisfræði, sálfræði, listsköpun og notkun leikja. Leikskólaliðar starfa við hlið annars fagfólks á leikskólum.

Brúarnám miðast við 3ja ára starfsreynslu og ca. 140-170 stunda starfstengd námskeið. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni.Námið er 61 framhaldsskólaeining og er kennt á fjórum önnum.

Sæktu um núna!

Námið er ætlað Eflingarfélögum sem starfa á leikskólum. Starfsmenntasjóðir Eflingar greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir félaga sem starfa hjá opinberum launagreiðendum. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spurningum um umsóknarferlið:

https://www.mimir.is/is/nam/namsbrautir/leikskolalidabru

Eflingarfélagar setja inn greiðslukóðann Efling2023 með umsókn og smella á „Bæta greiðslukóða við umsókn“.

Með notkun kóðans samþykkir félagsmaður að Mímir og Efling skiptist á upplýsingum til að staðfesta iðgjaldagreiðslur félagsmanns í viðkomandi starfsmenntasjóði. Skipst er á þeim upplýsingum með öruggum hætti í samræmi við persónuverndarstefnu Eflingar og Mímis.