Samninganefnd Eflingar stéttarfélags undirritaði í morgun nýjan kjarasamning við Samtök sjálfstæðra skóla. Samningurinn, verði hann samþykktur af félagsfólki Eflingar sem hann gildir um, gildir afturvirkt frá 1. apríl síðastliðnum.
Umræddur samningur er hliðstæður þeim kjarasamningi sem Efling hefur þegar samþykkt gagnvart Reykjavíkurborg.
Atkvæðagreiðsla er hafin og má nálgast beinan hlekk á atkvæðagreiðsluna hér. Notast þarf við rafræna auðkenningu til að greiða atkvæði. Atkvæðagreiðslu líkur á hádegi næstkomandi miðvikudag, 25. september 2024.
Nýi kjarasamningurinn er hér að neðan. Eflingarfélagar sem starfa hjá þeim skólum sem heyra undir Samtök sjálfstæðra skóla og starfa því eftir samningnum eru hvattir til að kynna sér hann og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.