Uppfært: Ath uppselt er á jólaball Eflingar.
Nú er miðasalan fyrir jólaballið í fullum gangi. Hægt verður að kaupa miða til 6. desember eða á meðan birgðir endast.
Árlegt jólaball Eflingar verður haldið laugardaginn 14. desember í Gullhömrum í Grafarholti kl. 15.00.
Jólasveinar mæta á svæðið, hljómsveit hússins sér um dans og söng í kringum jólatréð og boðið verður upp á veitingar og sætindi.
Miðaverðið er 500 kr. og miðasala fer fram á Mínum síðum Eflingar. Hver félagsmaður getur keypt allt að 5 miða.
Athugið að það verður að velja að fá miðana senda heim en það er nóg að koma með kvittunina sem kemur á tölvupósti úr vefversluninni.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af jólaballi Eflingar 2023: