
Á hádegi í dag, 17. febrúar 2025, rann út frestur til að skila inn framboðslistum til stjórnarkjörs í Eflingu stéttarfélagi. Trúnaðarráð Eflingar hafði 6. febrúar síðastliðinn samþykkt tillögu uppstillingarnefndar um skipun í stjórn fyrir kjörtímabilið 2025-2027. Þar eð ekki voru lögð fram önnur framboð fyrir tilskilinn tíma skoðast tillaga uppstillingarnefndar því rétt kjörin.
Kjörið er í stjórn Eflingar árlega, helmingur stjórnar annað hvert ár, og er kjörtímabil stjórnar tvö ár.
Að þessu sinni var kjörið til embættis varaformanns, ritara og fimm meðstjórnenda. Rétt kjörnir stjórnarmenn eru því eftirfarandi:
Varaformaður: Þórir Jóhannesson
Ritari: Guðmunda Valdís Helgadóttir
Meðstjórnendur:
Alexa Tracia Patrizi
Hjörtur Birgir Jóhönnuson
Ian Phillip McDonald
Karla Esperanza Barralaga Ocon
Sigurjón Ármann Björnsson
Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, var kjörin á síðasta ári til tveggja ára og verður því ekki skipað í embætti formanns nú. Hið sama má segja um embætti gjaldkera, sem Michael Bragi Whalley var kjörin til á síðasta ári. Þá sitja þau Guðbjörg María Jósepsdóttir, Innocentia Fiati Friðgeirsson, Kolbrún Valvesdóttir, Olga Leonsdóttir, Rögnvaldur Ómar Reynisson og Sæþór Benjamín Randalsson áfram sem meðstjórnendur, en þau voru öll kjörin í fyrra til tveggja ára.