Skrifstofa Eflingar lokuð vegna óveðurs – Opnað klukkan 13:00

Uppfært klukkan 11:00 6. febrúar:

Skrifstofa Eflingar í Guðrúnartúni 1 verður opnuð klukkan 13:00 eins og að var stefnt. Eftir sem áður er félagsfólk beðið um að fara varlega á meðan veður gengur að fullu niður.

Eins og kunnugt er ríður nú yfir landið mikið óveður, með rauðri viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan 8:00 til 13:00 fimmtudaginn 6. Febrúar. Af þeim sökum verður skrifstofa Eflingar stéttarfélags í Guðrúnartúni 1 lokuð til hið minnsta klukkan 13:00. Fylgst verður náið með þróun veðurs og verða teknar ákvarðanir í samræmi við þróun mála en vonast er til að hægt verði að opna skrifstofuna á fyrrnefndum tíma. Upplýsingum verður komið á framfæri hér á vefsíðu Eflingar og á Facebook-síðu Eflingar.

Símsvörun verður óbreytt og erindum félagsfólks, hvort sem þau berast símleiðis eða rafrænt verður sinnt líkt og vanalega. Þeir Eflingarfélagar sem áttu pantaða viðtalstíma á morgun ættu að hafa verið upplýstir símleiðis um stöðu mála og þeim fundinn annar, hentugur viðtalstími. 

Efling biður félagsfólk og landsmenn allra að fara varlega í óveðrinu, og halda sig heima við sé þess nokkur kostur meðan það versta gengur yfir.