Trúnaðarráð samþykkir tillögu uppstillingarnefndar um stjórn Eflingar

10. 02, 2025

Trúnaðarráð Eflingar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag, 6. febrúar, tillögu uppstillingarnefndar að skipun í stjórn félagsins fyrir kjörtímabilið 2025-2027. Samkvæmt samþykktum Eflingar er kjörið í stjórn félagsins árlega, helmingur stjórnar annað hvert ár, en kjörtímabil stjórnar er tvö ár. 

Að þessu sinni er skipað í embætti varaformanns, ritara og fimm meðstjórnenda. Listi uppstillingarnefndar er eftirfarandi: 

Varaformaður: Þórir Jóhannesson

Ritari: Guðmunda Valdís Helgadóttir

Meðstjórnendur: 

Alexa Tracia Patrizi

Hjörtur Birgir Jóhönnuson

Ian Phillip McDonald

Karla Esperanza Barralaga Ocon

Sigurjón Ármann Björnsson

Hyggist félagsfólk leggja fram aðra lista þarf það að gerast fyrir klukkan 12:00 mánudaginn 17. febrúar næstkomandi. Ber að skila listunum til skrifstofu félagsins í Guðrúnartúni 1 og skal þeim fylgja meðmæli 120 félagsmanna. Um kosningar fer samkvæmt köflum III, V og IV í lögum Eflingar stéttarfélags. 

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, var kjörin á síðasta ári til tveggja ára og verður því ekki skipað í embætti formanns nú. Hið sama má segja um embætti gjaldkera, sem Michael Bragi Whalley var kjörin til á síðasta ári. Þá sitja þau Guðbjörg María Jósepsdóttir, Innocentia Fiati Friðgeirsson, Kolbrún Valvesdóttir, Olga Leonsdóttir, Rögnvaldur Ómar Reynisson og Sæþór Benjamín Randalsson áfram sem meðstjórnendur, en þau voru öll kjörin í fyrra til tveggja ára.