Opnað fyrir vetrarleigu orlofshúsa Eflingar

14. 08, 2025

Nú hefur verið opnað fyrir bókanir á orlofshúsum Eflingar fyrir vetrartímabilið 2025–2026. Eflingar félagar geta bókað hús á Mínum síðum á vefsíðu Eflingar.

Mikil eftirspurn er eftir orlofshúsunum yfir veturinn, sérstaklega þeim sem eru nálægt höfuðborgarsvæðinu, og því er mikilvægt að bóka tímanlega til að tryggja sér leigu á húsi á æskilegum tíma.

Vetrartímabilið:

  • 29. ágúst 2025 – 29. maí 2026
  • Hægt er að bóka bæði helgar- og vikuleigu.

Bókanir orlofshúsa frá jólum:

  • Opnað fyrir bókanir um jól og áramót: 12. september kl. 8:00
  • Opnað fyrir bókanir eftir áramót: 3. nóvember kl. 8:00
  • Tilkynnt verður síðar um opnun bókana fyrir páskana 2026

Athugið að orlofshúsin í Ölfusborgum verða lokuð fram í desember vegna framkvæmda við hitaveitu á svæðinu.