Að bóka orlofshús

Til þess að bóka orlofshús er farið inn á Mínar síður á vefsvæði Eflingar. Þar er að finna persónublað þar sem má sjá svæðið „Orlofssjóður“.

Til að komast inn á bókunarsíðuna fyrir orlofshúsin, er smellt á bláa takkann við Full réttindi í orlofsrammanum á persónublaðinu. Á myndinni má sjá við Páskar 2024 að hægt sé að ýta á bláa takkann þar til hliðar til að sækja um orlofshús yfir páskatímabilið.

Á bókunarsíðunni sjást landsvæðin með orlofseignum félagsins. Þegar smellt er á eitthvert svæðið opnast listi yfir eignirnar þar (Vestfirðir í þessu dæmi hér fyrir neðan) og um leið sést bókunarstaða hverrar eignar á viðkomandi tímabili.

Bókunarsvæði

Hægt er að framkvæma ýmsar aðgerðir og fá upplýsingar þegar farið er á bókunarsvæðið á persónublaðinu, svo sem yfirlit yfir fyrri leigur og fleira.

1. Félagsmenn geta nálgast leigusamning sinn hér um leið og leiga er fullgreidd. Leigusamningur verður ekki til fyrr en leiga er greidd – en þá birtist hann hér hægra megin í pdf formi.

2. Ef félagsmaður vill fá leigusamninginn í tölvupósti er nóg að smella á umslag sem mun umslag birtast hægra megin við bókunina.

3. Óski félagsmaður eftir að setja athugasemd við leigu – til dæmis ábendingu til félagsins um eitthvað sem betur má fara – mun birtast lítill spjallgluggi hér hægra megin sem hægt verður að smella á.