Fræðslustyrkir Starfsafls hækka 

Fræðslustyrkir Starfsafls til einstaklinga voru hækkaðir um síðastliðin áramót og tekur hækkunin til reikninga sem gefnir eru út eftir 1. janúar 2026. 

Breytingarnar eru eftirfarandi:

Frá og með 1. janúar 2026 taka gildi uppfærðar reglur um einstaklingsstyrki samanber eftirfarandi:

  • Hámarksgreiðsla fyrir almennt nám og lífsleikninámskeið hækkar úr 130.000 kr. í 180.000 kr.
  • Félagsmenn sem ekki hafa nýtt rétt sinn í tvö ár geta fengið allt að 360.000 kr. í styrk.
  • Félagsmenn sem ekki hafa nýtt rétt sinn í þrjú ár geta fengið allt að 540.000 kr. í styrk.

Þessi uppsafnaði réttur gildir fyrir eitt samfellt nám eða námskeið, í samræmi við nánari reglur sjóðsins. 

Starfsafl er starfsmenntasjóður Eflingar stéttarfélags, Samtaka atvinnulífsins, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

Frekari upplýsingar um fræðslustyrki má finna hér.