Umsókn

Fræðslustyrkir

Náms- og fræðslustyrkir

Sækja um

Smelltu á hnappinn til að sækja um á mínum síðum.

Lýsing

Hámarksstyrkur á ári fyrir allar tegundir styrkja (nám, námskeið, ferðir) er 130.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12. mánuði.

Hámarksstyrkur á ári fyrir tómstundastyrki er 30.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12. mánuði. Upphæðin er hluti af 130.000 kr. hámarksstyrknum.

Aldrei er greitt meira en 90% af námskeiðskostnaði hjá þeim sem starfa hjá einkafyrirtækjum, greitt er allt að 100% hjá þeim sem starfa hjá hinu opinbera. Bókakostnaður, kostnaður v/ prófa og skólafélags-/nemendafélagsgjöld eru ekki endurgreidd. Fyrir 1. janúar 2022 var bóklegi hluti ökunáms aðeins styrktur en ekki ökutímar en fyrir umsóknir sem berast og reikninga sem gefnir eru út eftir 1. janúar 2022 eru ökutímar styrktir skv. reglum sjóðsins.

Félagsmenn sem vinna hjá einkafyrirtækjum og sækja til Starfsafls geta til viðbótar við almennt- og starfstengt nám sótt um styrki fyrir eftirfarandi: 

Áhugasviðsgreiningar sem teknar eru undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa.

Efniskostnaður sem telst til hluta skólagjalda í framhaldsskóla en undanskilin eru öll gjöld sem teljast valfrjáls, s.s. skóla- og nemendafélagsgjöld. Hér ber að undirstrika að þetta á aðeins við þar sem efnisgjöldin eru hluti af skólagjöldum í framhaldsskóla.  

Prófa- og skírteinisgjöld sem órjúfanlegur hluti af námi /námslokum t.d. bílpróf.

Starfstengd markþjálfun sem nemur að hámarki 12 tímum innan almanaksárs. Á reikningi verður að koma fram að þjálfunin sé starfstengd, fjöldi tíma og staðfesting á ACC vottun markþjálfa.

Félagsmenn sem hafa greitt samfellt til félagsins sl. 3 ár og ekki nýtt sér rétt sinn til styrks geta átt rétt á styrk allt að 390.000 kr.  fyrir eitt samfellt starfstengt nám samkvæmt nánari reglum sjóðsins.

Áréttað er að félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að greiða í félagið og greitt er fyrir nám/námskeið sem hófst á meðan umsækjandi greiddi til félagsins.

Starfsafl styrkir ekki nám eða námskeið sem fer fram á erlendum vefsíðum, að undanskildu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum. Einnig gerir Starfsafl kröfu um ef um bankakvittun er að ræða til að staðfesta greiðslu náms, þá þarf kvittun að vera úr íslenskum banka.

Undantekningar frá almennum reglum:

Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð, að hámarki 90% hjá bæði þeim sem starfa hjá einkafyrirtækjum en 100% hjá þeim sem starfa hjá hinu opinbera.

Hægt er að senda fyrirspurnir á fraedslusjodur@efling.is

Skilyrði

Til að fá styrk:

Þarf félagsmaður að hafa greitt í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum og að hafa verið félagsmaður þegar nám var greitt.

Félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna en verður að hafa verið í félaginu þegar námið var greitt.

Með umsókn skal skila:

Frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og  kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.

Félagsmenn sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun þurfa einnig að skila inn staðfestingu um styrkupphæð frá stofnuninni með umsókn, óháð hvort þeir fengu styrk eða ekki.

Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku, staðfestingu á greiðslu úr heimabanka og eins þarf að vera sundurliðuð kostnaðarskipting.

Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

Skila þarf umsóknum í síðasta lagi 20. hvers mánaðar til að vera öruggur með að fá greitt mánaðamótin á eftir. Ef 20. lendir á helgi þurfa umsóknir að berast í síðasta lagi á föstudegi þar á undan. Umsóknir sem berast á milli 21. og 31. hvers mánaðar eru greiddar út í kringum 10. næsta mánaðar.
Ath. sérstakur umóknarfrestur er í desember og er auglýstur sérstaklega.