Bókunarvefur Eflingar – leiðbeiningar

Vefurinn er lokaður öðrum en félagsfólki. Til að geta bókað hús á vefnum þarf að uppfylla skilyrði um m.a. félagssögu og lágmarksaldur. Kerfið gæti bent félagsfólki á að hafa samband við skrifstofu til að bóka ef þeir uppfylla ekki skilyrði um vefaðgang, sjá nánar upplýsingar hér:

Sækja um í úthlutun:

  • Til að sækja um orlofshús í úthlutun skal velja „orlofshús“ og svo „umsókn“, fylla út og smella á „skrá umsókn“. Úthlutunartímabil eru tvö, fyrir páskana og sumartímann. Leigutímabil yfir páska er ein vika, frá miðvikudegi til miðvikudags, og sumartímabilið er 13 vikur, vikuleiga frá föstudegi til föstudags. Upplýsingar um umsóknartímabil og úthlutanir eru kynntar í upphafi árs á heimasíðu Eflingar. Skila þarf inn umsókn á auglýstum umsóknartímabilum. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um, kerfið raðar umsóknum eingöngu eftir punktastöðu umsækjenda. Svör við umsóknum berast í tölvupósti á úthlutunardegi. Munið að skrá netfang á bókunarvefinn, hægt er að skrá eða uppfæra netföng undir liðnum „stillingar“.

Bóka beint laus hús:

  • Til að bóka laus orlofshús beint eftir að úthlutun er lokið og yfir vetrartímann skal velja orlofshús og svo laus orlofshús. Þar er hægt að sjá hvað er laust og ganga beint frá bókun og greiðslu. Yfirlitsmyndin sýnir aðeins þrjár vikur fram í tímann. Við bókun þarf að gæta þess að velja það tímabil á yfirlitsmyndinni sem á að bóka með örvunum fyrir ofan hana (annars birtist ekki sú dagsetning í sjálfgefna rammanum). Veljið svo hús í flettiglugganum fyrir ofan yfirlitsmyndina (ath., ekki smella beint á yfirlitsmyndina), Veljið hús – Bóka og klárið bókunarferlið.
  • Það er aðeins hægt að bóka hvíta reiti. Litaða reiti er ekki hægt að bóka. Ljósgulir reitir sýna leigutímabil sem eru lokuð – áður en leigutímabil eru opnuð eru reitirnir ljósgulir en verða hvítir þegar búið er að opna og hægt að bóka hús.

Á vetrartímanum er leigutíminn sveigjanlegri og þá er hægt að bóka beint bæði helgar- og vikuleigu. Hver félagsmaður má bóka einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót. Athugið að það eru ekki öll húsin í útleigu yfir vetrartímann og það sem er appelsínugult er lokað.

Þegar orlofshús er bókað beint á bókunarvefnum þarf að ganga þar frá greiðslu strax með greiðslukorti. Athugið að ef greiðslan fer ekki í gegn innan klukkustundar þá fellur bókunin niður. Þegar greiðslan hefur farið í gegn er leigusamningur aðgengilegur inn á bókunarvefnum, undir „bókunarsaga“.