Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla
Miðað er við að þátttakendur hafi stutta skólagöngu, séu eldri en 20 ára og vinni á leikskóla. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í leikskólaliðabrú. Fagnámskeiðin eru samtals 210 kennslustundir og er heimilt að meta til allt að 17 eininga á framhaldsskólastigi.
– Aðstoð við íslensku er veitt samhliða námi fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku ef þörf er á.
Fagnámskeið II: áætlað vor 2020.
Kennsla fer fram hjá Mími-símenntun, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið fraedslusjodur@efling.is
Námskeiðið er ætlað fyrir félagsmenn Eflingar sem vinna á leikskólum og er þeim að kostnaðarlausu.