Kennslutímabil: 13. maí til 29. maí 2024
Kennsludagar: Alla virka daga kl. 8:30–15.30
Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, eiga að baki stutta skólagöngu og vinna á leikskólum. Á fagnámskeiðunum er bæði lögð áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimöppu og tölvur og svo námsþætti eins og uppeldi leikskólabarna, þroska og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, námskrá leikskóla, fjölmenningarlegan leikskóla og fleira.
Fagnámskeiðin eru undanfari náms í leikskólaliðabrú.
Námskeiðið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa í leikskóla og er þeim að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
Námskeiðin eru kennd á íslensku.
Sæktu um núna!
Námið er ætlað Eflingarfélögum sem vinna á leikskólum. Starfsmenntasjóðir Eflingar greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir félaga sem starfa hjá opinberum launagreiðendum. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spuringum um umsóknarferlið:
Fagnámskeið 1 fyrir starfsfólk leikskóla | Mímir – Vertu meira! (mimir.is)
Eflingarfélagar setja inn greiðslukóðann efling15 með umsókn og smella á „Bæta greiðslukóða við umsókn“.
Með notkun kóðans samþykkir félagsmaður að Mímir og Efling skiptist á upplýsingum til að staðfesta iðgjaldagreiðslur félagsmanns í viðkomandi starfsmenntasjóði. Skipst er á þeim upplýsingum með öruggum hætti í samræmi við persónuverndarstefnu Eflingar og Mímis.