Select Page

Framhaldsnám félagsliða – fötlun og geðraskanir

Námið hefst: 11. september til 11. desember 2019. Kennt er mánudaga frá kl. 13:00–16:00.

Lýsing: Náminu er meðal annars ætlað að auka innsæi í þarfir og aðstæður einstaklinga með mismunandi skerðingar sem leiða til fötlunar. Réttindagæsla fatlaðra er kynnt og hlutverk og þjónusta hagsmunafélaga. Vettvangsferðir – m.a. unnið með þætti eins og skipulögð vinnubrögð og sjónrænt dagskipulag. Kynntar verða leiðir til að styðja við og auka félagshæfni þjónustunotandans.
Nemendur fá fræðslu um notkun rofabúnaðar og tölva. Þjónustuformið NPA verður kynnt af notanda þjónustunnar.

Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á fraedslusjodur@efling.is

Námið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa sem félagsliðar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere