Náminu er meðal annars ætlað að auka innsæi í þarfir og aðstæður einstaklinga með heilabilanir. Farið er í mismunandi sérkenni og algengi heilabilunarsjúkdóma, minnissjúkdóma, samskipti við aðstandendur, hlutverk og þjónusta hagsmunafélaga er kynnt, farið er í vettvangsferð og verkefni unnin upp úr þeim og fleira.
Námskeiðið hefst 12. september til 12. desember 2018.Kennt er á miðvikudögum frá kl. 13:00 – 16:00.
Kennsla fer fram hjá Mími-símenntun, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500.
Námskeiðið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem vinna við heilbrigðis- og félagsþjónustu og er þeim að kostnaðarlausu.