Hvað er andmælaréttur og hvenær má ég andmæla vinnslu persónuupplýsinga um mig?

Andmælaréttur er réttur til þess að biðja ábyrgðaraðila, þ.e. stéttarfélagið, um að hætta vinnslu tiltekinna persónuupplýsinga. Skv. lögum á einstaklingur rétt á að biðja stéttarfélagið um að hætta vinnslu persónuupplýsinga um sig ef vinnslan byggist á 5. eða 6. tölul. 9. gr. Persónuverndarlaga

5. tölul 9. gr. Persónuverndarlaga heimilar vinnslu sé hún nauðsynleg vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds sem ábyrgðaraðili fer með.

Þá kemur fram í 6. tölul. 9. gr. Persónuverndarlaga að vinnsla persónuupplýsinga sé heimil ef hún er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna sem ábyrgðaraðili, eða þriðji maður gætir nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi hins skráða sem krefjast verndar persónuupplýsinga vegi þyngra, einkum þegar hinn skráði er barn.

Byggist vinnsla persónuupplýsinga þannig á öðrum grundvelli, t.d. á grundvelli þess að stéttarfélagið þurfi að vinna tilteknar persónuupplýsingar á vegna lagaskyldu, er því ekki skylt að taka tillit til andmæla félagsmanns.