Hvenær má ég óska eftir því að upplýsingar um mig séu leiðréttar, þeim eytt eða vinnsla þeirra takmörkuð?

Undir vissum kringumstæðum átt þú, sem félagsmaður hjá stéttarfélagi, rétt á að fá tilteknum upplýsingum um þig leiðréttar, fá þeim eytt eða takmarka vinnlu þeirra. Byggjast þessi réttingi á 1. mgr. 20. gr. Persónuverndarlaga og 16. – 18. gr. reglugerð 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga.

1. Leiðrétting

Hinn skráði á rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar er varða hann sjálfan leiðréttar af stéttarfélagi án ótilhlýðilegrar tafar. Að teknu tilliti til tilgangsins með vinnslunni skal hinn skráði eiga rétt á að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar.

2. Eyðing – Rétturinn til að gleymast

Hinn skráði á rétt á að stéttarfélagið eyði persónuupplýsingum um sig án ótilhlýðilegrar tafar ef ein eftirtalinna ástæðna á við:

a. Persónuupplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra eða annarri vinnslu þeirra.

b. Hinn skráði dregur til baka samþykkið sem vinnslan byggist á og enginn annar lagagrundvöllur sbr. 9. gr. Persónuverndarlaga er til staðar fyrir vinnslunni.

c. Hinn skráði andmælir vinnslunni í samræmi við persónuverndarlög og ekki eru fyrir hendi lögmætar ástæður fyrir vinnslunni sem ganga framar.

d. Eyða þarf persónuupplýsingunum til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á stéttarfélaginu skv. lögum.

3. Takmörkun á vinnslu

Við eftirfarandi kringumstæður getur hinn skráði krafist þess að vinnsla persónuupplýsinga sé takmörkuð:

a. Þegar hinn skráði vefengir að persónuupplýsingar séu réttar, skal takmarka vinnslu þeirra þangað til ábyrgðaraðilinn hefur fengið tækifæri til að staðfesta að þær séu réttar.

b. Þegar vinnsla er ólögmæt og hinn skráði andmælir því að persónuupplýsingunum sé eytt og fer fram á takmarkaða notkun þeirra í staðinn.

c. Þegar stéttarfélagið þarf ekki lengur á persónuupplýsingunum að halda fyrir vinnsluna en hinn skráði þarfnast þeirra til þess að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur,

d. Þegar hinn skráði andmælir vinnslu skal takmarka hana á meðan beðið er sannprófunar á því hvort hagsmunir stéttarfélagsins gangi framar lögmætum hagsmunum hins skráða.