Select Page

Kjarakönnun Eflingar 2017

Þessa dagana stendur yfir kjarakönnun Eflingar og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir félagið til að móta starfsemi sína og berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn. Það er því mikilvægt að félagsmenn hjálpi til með því að taka þátt í þessari könnun lendi þeir í úrtakinu. 

Að þessu sinni verður spurt um mjög mikilvæg mál sem nauðsynlegt er að fá svör félagsmanna við svo sem um séreignarsparnað og stöðu félagsmanna í húsnæðismálum. Fullyrða má að niðurstöður við svörum úr Gallup könnunum síðustu ára hafi átt veigamikinn þátt í því að Bjarg íbúðafélag var stofnað, ásamt því að lögum var breytt og í kjölfarið var áformað um byggingu félagslegra leiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa niðurstöður við spurningum um laun og vinnutíma verið mikilvægur vegvísir í viðræðum við atvinnurekendur en einnig nýst félagsmönnum í launaviðtölum sem leitt hafa til frekari launahækkana. Niðurstöður kannana síðustu ára hafa allar orðið hluti af kröfugerð stéttarfélaganna og haft mikil áhrif á gerð kjarasamninganna á mörgum sviðum.

Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá gjafakort að andvirði 15.000 kr. Þátttakendur vita hvort þeir hafa dottið í lukkupottinn um leið og þeir ljúka  við könnunina.

Auk þess verða dregnir út sjö vinningar úr innsendum svörum, hver að verðmæti 50 þúsund krónur. Haft verður samband við vinningshafa og vinningsnúmerin verða einnig birt á heimasíðu stéttarfélaganna.

Um er að ræða 3.600 manna úrtak sem valið er með tilviljun úr félagaskrám Flóafélaganna; Eflingar, Hlífar og VSFK auk Stétt Vest. Könnunin nær til starfandi félagsmanna sem og til atvinnuleitenda.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere