Select Page

Námskeið fyrir dyraverði og næturverði

Dyravarðanám er ætlað starfandi dyravörðum en einnig hentar námið öðru starfsfólki á hótel og veitingahúsum t.d. þeim sem vinna næturvaktir. Þetta er starfsnám, ætlað til að efla þátttakendur í starfi. Mímir heldur námskeiðið í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg. 

Næsta námskeið er 6. -8.september 2019.

Kennt er föstudag kl.16.10-19.10, laugardag kl. 10.00-17.30 og sunnudag kl. 10.00-17.10. 

Námskeið fyrir dyraverði verður einnig haldið á ensku, sjá hér. 

Þátttakendur sem lokið hafa þessu 24 kennslustunda námi geta fengið dyravarðaskírteini sem gildir í þrjú ár ef þeir uppfylla skilyrði til að starfa sem dyraverðir.

Kennsla fer fram hjá Mími-símenntun, Höfðabakka 9. Skráning er á http://www.mimir.is/ eða í síma 580 1800.

Fyrirtæki sem senda starfsmenn á námskeiðið geta sótt um styrk fyrir námskeiðsgjaldi hjá fræðslusjóði Eflingar. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere