Formlegur undirbúningur kjarasamninga, samningaviðræður og boðun verkfalla

Á námskeiðinu verður fjallað um hlutverk, heimildir og umboð samninganefnda; hlutverk og stöðu ríkissáttasemjara, viðræðuáætlanir og skilyrði fyrir framlagningu miðlunartillögu.

Farið verður í tilhögun atkvæðagreiðslna um kjarasamninga, leynilegar allsherjaratkvæðagreiðslur og póstatkvæðagreiðslur; einnig boðun og framkvæmd verkfalla.

Markmið: Að þeir sem koma að gerð og viðræðum kjarasamninga með beinum hætti, þekki þær formlegu reglur sem gilda um samningaviðræður og hvernig ferlið gengur fyrir sig.

Leiðbeinandi er Halldór Oddson, lögfræðingur hjá ASÍ.

Kennt: 9. nóvember 2021 kl. 9.00-12.00

Kennsla fer fram í Guðrúnartúni 1

Verð: 12.000 kr.

Námskeiðið er kennt á íslensku og er öllum opin. Trúnaðarmenn geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn geta sótt um einstaklingsstyrk vegna námskeiðanna í fræðslusjóðum Eflingar.

Skráningu og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.felagsmalaskoli.is

Námskeið á dagskrá