Framhaldsnám félagsliða – fötlun og geðraskanir

Fagnámskeið

Náminu er meðal annars ætlað að auka innsæi í þarfir og aðstæður einstaklinga með mismunandi skerðingar sem leiða til fötlunar. Réttindagæsla fatlaðra er kynnt og hlutverk og þjónusta hagsmunafélaga. Farið er í vettvangsferðir og unnið með þætti eins og skipulögð vinnubrögð og sjónrænt dagskipulag.

Kynntar eru leiðir til að styðja við og auka félagshæfni þjónustunotandans. Nemendur fá fræðslu um notkun rofabúnaðar og tölva. Þjónustuformið NPA er kynnt af notanda þjónustunnar.

Námið er ætlað félagsliðum innan Eflingar og er þeim að kostnaðarlausu.

Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.

Skráning fer fram á vefsíðu Mímis og starfsfólk Mímis getur svarað spurningum um umsóknarferlið. Meiri upplýsingar má finna með því að smella á námskeið á dagskrá hér að neðan.

Námskeið á dagskrá

Framhaldsnám félagsliða – fötlun og geðraskanir

— Mímir, Höfðabakka 9

Fagnámskeið Kennslutímabil: 11. september til 4. desember 2024Kennsludagar: Miðvikudagar 13:00-16:00 Náminu er meðal annars ætlað að auka …

11. sep arrow_forward