Leikskólaliðabrú er ætluð þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Námið er einingabært og kennt er samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Að námi loknu útskrifast nemendur sem leikskólaliðar.
Námið veitir þekkingu og færni til að starfa með börnum í námi og leik. Áhersla er lögð á uppeldisfræði, sálfræði, listsköpun og notkun leikja. Leikskólaliðar starfa við hlið annars fagfólks á leikskólum.
Brúarnám miðast við 3ja ára starfsreynslu og ca. 140-170 stunda starfstengd námskeið, t.d fagnámskeið I og II fyrir starfsmenn leikskóla.
Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni.Námið er 61 framhaldsskólaeining og er kennt á fjórum önnum. Einnig geta þeir sem vilja láta meta þekkingu sína og reynslu skráð sig í raunfærnimat hjá Mími: Raunfærnimat | Mímir – Vertu meira! (mimir.is)
Námið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa í leikskóla og er þeim að kostnaðarlausu.
Námskeiðið eru kennt á íslensku.
Skráning
Skráning fer fram á vefnum. Sjá næstu námskeið sem eru á dagskrá hér að neðan. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spurningum um umsóknarferlið.