Námskeið fyrir dyra- og næturverði

Fagnámskeið

Dyravarðanám er ætlað starfandi dyravörðum en einnig hentar námið öðru starfsfólki á hótelum og veitingahúsum t.d. þeim sem vinna næturvaktir. Þetta er starfsnám, ætlað til að efla þátttakendur í starfi.

Mímir heldur námskeiðið í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg. 

Þátttakendur sem lokið hafa þessu 24 kennslustunda námi geta fengið dyravarðaskírteini sem gildir í þrjú ár ef þeir uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Eru 20 ára
  • Hafa hvorki fíkniefna- né ofbeldisbrot á sakaskrá síðastliðin 5 ár

Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9. Skráning er hjá Mími eða í síma 580 1800.

Félagsmenn geta sótt um styrk fyrir námskeiðsgjaldi hjá fræðslusjóði Eflingar.

Námskeið á dagskrá

Námskeið fyrir dyra- og næturverði (íslenska)

— Atburður liðinn

Kennslutímabil: 19 ágúst til 27. ágúst 2024 á íslensku Kennsludagar: Kennt kl. 17 á mánudögum, þriðjudögum og …

19. ágú arrow_forward

Námskeið fyrir dyra- og næturverði (enska)

— Atburður liðinn

Kennslutímabil: 18 september til 27 september á ensku Kennsludagar: Kennt kl. 17 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum …

18. sep arrow_forward