Leigumarkaðurinn á Íslandi

Réttindi

Á þessu námskeiði verður fjallað um íslenskan leigumarkaðu, stöðu leigjenda og hvaða möguleika þeir hafa til að bæta stöðu sína.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka Leigjenda á Íslandi kemur og kynnir staðreyndir um íslenskan leigumarkað og ber það saman við nágrannalöndin. Jafnframt segir hann frá helstu áskorunum leigjenda á íslenskum leigumarkaði og hverju Samtök Leigjenda berjast fyrir og hverjar þeirra helstu kröfur eru.

Þvínæst verður starfsemi og þjónusta Leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna kynnt. Farið verður yfir helstu málaflokka sem berast Leigjendaaðstoðinni og úrræði sem tengjast þeim. Þá verða skyldur leigjanda og leigusala skoðaðar og auk þess fjallað um þau ákvæði húsaleigulaganna sem heimilt er að víkja frá í leigusamningi.

Allir félagsmenn eru velkomnir. Námskeiðið er frítt en við biðjum ykkur vinsamlegast að skrá ykkur svo við getum áætlað fjöldann sem mun mæta.

Námskeið á dagskrá

Leigumarkaðurinn á Íslandi

— Atburður liðinn

17.10.2023, 19-21 Á þessu námskeiði verður fjallað um íslenskan leigumarkað, stöðu leigjenda og hvaða möguleika þeir …

17. okt arrow_forward