Á þessu námskeiði verður farið yfir ferli samningaviðræðna, allt frá undirbúningi til loka samningaferilsins– s.s. undirbúning, upphaf samningafunda, lausn deilumála, heiðarleg vinnubrögð, lesa í aðstæður og leiðir til að ná árangri, ákvarðanir, hvenær er niðurstöðu náð og hvernig komast má hjá átökum samningsaðila o.fl.
Farið er í samningsstöðu aðila, forgangsröðun, tilboðsgerð og svigrúm í samningum.
Markmið námskeiðsins er að þjálfa og undirbúa einstaklinga til þátttöku í samningaviðræðum þannig að þeir öðlist færni í að hlusta á það sem aðrir hafa fram að færa, taka ákvarðanir sem hópur og virða niðurstöður.
Kennt: 7. október 2021 kl. 9.00-12.00
Kennsla fer fram í Guðrúnartúni 1
Verð: xxxxxxx kr.
Námskeiðið er kennt á íslensku og er öllum opin. Trúnaðarmenn geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn geta sótt um einstaklingsstyrk vegna námskeiðanna í fræðslusjóðum Eflingar.
Skráningu og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.felagsmalaskoli.is