Select Page

Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Samninginn í heild sinni má finna hér.

Launaliðir breytast sem hér segir:

  • 2016: Í stað 5,5% launaþróunartryggingar kemur 6,2% almenn launahækkun, að lágmarki kr. 15.000 á mánuði. Launahækkunin gildir frá 1. janúar 2016 í stað 1. maí 2016. Hafi launagreiðandi framkvæmt almenna hækkun launa gagnvart þorra starfsmanna á tímabilinu 2. maí 2015 til 31. desember 2015 er heimilt að draga hana frá hækkuninni. Þó skal enginn starfsmaður fá minna en 6,2% launahækkun, að lágmarki kr. 15.000 á mánaðarlaun fyrir dagvinnu, á tímabilinu 2. maí til 31. desember 2015.
  • 2017: Í stað 3,0% almennrar launahækkunar 1. maí 2017 kemur 4,5% almenn launahækkun
  • 2018: Í stað 2,0% almennrar launahækkunar 1. maí 2018 kemur 3,0% almenn launahækkun

Lífeyrisréttindi:
Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar og verður eftirfarandi:

  • 2016: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2016 um 0,5% stig og verður 8,5%
  • 2017: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2017 um 1,5% stig og verður 10,0%
  • 2018: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2018 um 1,5% stig og verður 11,5%

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere