Orlofshús

Akureyri – Furulundur

Norðurland – Allt árið

 • Ein vika38.449 kr
 • Ein helgi 21.621 kr
 • Komutími 17:00
 • Brottför 12:00

Húsnæði

2 hús 100m2 3 herbergi 7 svefnpláss

Aðstaða

 • Sjónvarp
 • Gasgrill
 • Örbylgjuofn
 • Barnarúm
 • Barnastóll
 • Uppþvottavél
 • Þvottavél
 • Þurrkari
 • Þráðlaust net

Lýsing

Í Furulundi 11 B eru tvö svefnherbergi, stofa með svefnsófa, eldhús með borðkrók og baðherbergi með sturtu. Svefnpláss, sængur og koddar fyrir 7 manns. Allur helsti útbúnaður fylgir þ.e. sjónvarp, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn og gasgrill. Einnig öll ræstiefni og áhöld.

Í Furulundi 11 C og 11 D eru þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús með borðkrók og baðherbergi með sturtu. Svefnpláss, sængur og koddar fyrir 7 manns. Allur helsti útbúnaður fylgir þ.e. sjónvarp, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn og gasgrill. Einnig öll ræstiefni og áhöld.

Athugið að engin nettenging er í húsunum.

Sjá skilmála

Upplýsingar:

Lyklar eru afhentir hjá Securitas, Tryggvabraut 10, Akureyri, til að sjá staðsetningu á korti smellið hér.

Leigutaki einn getur sótt lykla með framvísun leigusamnings og þarf einnig að skila lyklinum þangað aftur.

Hægt er að leigja rúmfatnað og kaupa þrif hjá Securitas Akureyri.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Leiga:

Vikuverð 38.449 kr. –  Helgarverð, 3 nætur 21.621 kr.

Annað:

Akureyri iðar af mannlífi allan ársins hring. Í bænum búa um 18.000 manns og er hann sá langfjölmennasti utan höfuðborgarsvæðisins, miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland.

Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áfangastaður um lengri eða skemmri tíma. Akureyri er vinsæll ferðamannastaður og fjölmargir heimsækja bæinn ár hvert. Frá Reykjavík er tæplega 5 klst. akstur til Akureyrar.

Tenglar:

www.visitakureyri.is

Skoða á Google maps: