Orlofshús
Bjarteyjarsandur – Hvalfirði
- Ein vika31.000 kr
- Ein helgi 21.500 kr
- Komutími 16:00
- Brottför 12:00
Húsnæði
1 hús • 68m2 • 3 herbergi • 7 svefnpláss
Aðstaða
- Sjónvarp
- Gasgrill
- Örbylgjuofn
- Uppþvottavél
- Heitur pottur
Lýsing
Orlofshús í Fornastekk nr. 31 á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Húsið er 68 fm. með þremur herbergjum, tvö herbergi með tvíbreiðum rúmum (140 cm) og eitt kojuherbergi með breiðari neðri koju (120 cm). Baðherbergi með sturtu. Eldhús og stofa í opnu rými með öllum helsta búnaði: sjónvarp, útvarp, ísskápur, bakarofn, örbylgjuofn og uppþvottavél. Gistirými fyrir a.m.k. 7 manns. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns og borðbúnaður fyrir 10-12 manns. Rúmgott anddyri. Stór og falleg verönd með stólum, borði og gasgrilli. Heitur pottur.
Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar. Húsið er í göngufæri við sveitabæinn Bjarteyjarsand.
Upplýsingar
Lyklageymsla er við sveitabæinn Bjarteyjarsand, beygt af Hvalfjarðarvegi inn á afleggjara sem merktur er „Bjarteyjarsandur“, þar eru lyklabox merkt orlofshúsunum. Síðan er ekið til baka og inn afleggjara sem heitir „Fornistekkur einkavegur“, þar standa orlofshúsin og hús Eflingar er fyrsta húsið á hægri hönd, númer 31.
ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.
Leiga
Vikuverð 31.000 kr.- Helgarverð, 3 nætur 21.500 kr.
Annað
Spennandi og fjölskylduvænn staður hefur bæst við orlofshúsin okkar, leiguhús í Fornastekk á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Sumarhúsin standa á fallegum stað með góðu útsýni, í fjallshlíð mót suðri, rétt við sveitabæinn Bjarteyjarsand þar sem stunduð er fjölbreytt atvinnustarfsemi og ýmis konar afþreying í boði, sjá nánari upplýsingar hér: https://www.west.is/is/thjonusta/dagsferdir/matarupplifun/bjarteyjarsandur-touch-iceland
Í næsta nágrenni er Hótel Glymur, Veitingaskálinn Ferstikla, sundlaug, veiðivötn, golfvellir, söfn, fjórhjólaleiga, hestaleiga og margt fleira.
Skoða á google maps:
